IKEA SVALNA Manuel - Page 27

Parcourez en ligne ou téléchargez le pdf Manuel pour {nom_de_la_catégorie} IKEA SVALNA. IKEA SVALNA 48 pages. Ikea svalna refrigerator instruction manual
Également pour IKEA SVALNA : Manuel d'instruction (24 pages), Manuel de l'utilisateur (24 pages), Manuel (40 pages), Manuel (44 pages), Manuel (44 pages)

IKEA SVALNA Manuel
ÍSLENSKA
• Heimilistækið verður að vera jarðtengt.
• Gakktu úr skugga um að færibreyturnar á
merkiplötunni séu samhæfar við
rafmagnsflokkun aðalæðar aflgjafa.
• Notaðu alltaf rétt ísetta innstungu sem
ekki veldur raflosti.
• Gættu þess að valda ekki skaða á
rafmagnsíhlutum (t.d. rafmagnskló,
rafmagnssnúru, þjöppu). Hafðu samband
við viðurkennda þjónustumiðstöð eða
rafvirkja til þess að skipta um
rafmagnsíhluti.
• Rafmagnssnúran þarf að vera fyrir neðan
rafmagnsklóna.
• Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gakktu úr skugga um
að rafmagnsklóin sé aðgengileg eftir
uppsetningu.
• Ekki toga í snúruna til að taka tækið úr
sambandi. Taktu alltaf um klóna.
Notkun
AÐVÖRUN! Hætta á meiðslum,
bruna, raflosti eða eldsvoða.
Heimilistækið inniheldur eldfimt gas,
ísóbútan (R600a), náttúrulegt gas, sem er
mjög umhverfisvænt. Gættu þess að valda
ekki skaða á kælirásinni sem inniheldur
ísóbútan.
• Breytið ekki forskrift tækisins.
• Það er harðbannað að nota þessa
innbyggðu vöru sem frístandandi tæki.
• Ekki láta rafmagnstæki (s.s. ísgerðarvélar)
í tækið nema það sé tekið fram af
framleiðanda að þau þoli það.
• Ef rafrásir kælibúnaðarins skemmast skal
gæta þess að það sé enginn logi eða
kveikjugjafar í herberginu. Loftræstu
herbergið.
• Ekki láta heita hluti snerta þá hluta
heimilistækisins sem eru úr plasti.
• Ekki nota heimilistækið til að geyma
eldfimar lofttegundir eða vökva.
• Setjið ekki eldfim efni eða hluti bleytta
með eldfimum efnum í, nálægt, eða á
heimilistækið.
• Ekki snerta þjöppuna eða þéttinn. Þau eru
heit.
Innri lýsing
AÐVÖRUN! Hætta á raflosti.
• Þessi vara inniheldur ljósgjafa í
orkunýtniflokknum G.
• Varðandi ljósin inn í þessari vöru og ljós
sem varahluti sem seld eru sérstaklega:
Þessi ljós eru ætluð að standast
öfgakenndar aðstæður í heimilistækjum
eins og hitastig, titring, raka eða til að
senda upplýsingar um rekstrarstöðu
tækisins. Þau eru ekki ætluð til að nota í
öðrum tækjum og henta ekki sem lýsing í
herbergjum heimila.
Umhirða og þrif
AÐVÖRUN! Hætta á meiðslum
eða skemmdum á heimilistækinu.
• Áður en viðhald fer fram á tækinu skal
slökkva á því og aftengja aðalklóna frá
rafmagnsinnstungunni.
• Þetta tæki inniheldur kolvatnsefni í
kælieiningunni. Aðeins hæfir aðilar mega
sinna viðhaldi og endurhleðslu á
einingunni.
• Skoðið frárennsli tækisins reglulega og
hreinsið það ef þörf krefur. Ef frárennslið
er stíflað mun affryst vatn safnast fyrir í
botni heimilistækisins.
Þjónusta
• Hafðu samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð til að gera við
heimilistækið. Notaðu eingöngu
upprunalega varahluti.
• Vinsamlegast athugaðu að ef þú eða
einhver sem ekki er fagmaður gerir við
getur það haft afleiðingar varðandi öryggi
og gæti ógilt ábyrgðina.
• Eftirfarandi varahlutir verða fáanlegir í 7
ár eftir að hætt hefur verið framleiðslu
gerðarinnar: Hitastillar, hitaskynjarar,
prentplötur, ljósgjafar, hurðahandföng,
hurðalamir, bakkar og grindur.
Vinsamlegast athugaðu að suma þessara
27