AEG ABB682F1AF Panduan Pengguna - Halaman 21
Jelajahi secara online atau unduh pdf Panduan Pengguna untuk Kulkas AEG ABB682F1AF. AEG ABB682F1AF 36 halaman.
Juga untuk AEG ABB682F1AF: Panduan Pengguna (20 halaman), Panduan Pengguna (36 halaman), Instruksi Instalasi (20 halaman)
• Við fyrstu uppsetningu eða eftir að
hurðinni hefur verið snúið skal bíða í
að minnsta kosti 4 klukkustundir áður
en heimilistækið er tengt við rafmagn.
Þetta er til að olían nái að flæða aftur í
þjöppuna.
• Áður en þú framkvæmir einhverjar
aðgerðir á heimilistækinu (t.d. snýrð
við hurðinni) skaltu taka klóna úr
rafmagnsinnstungunni.
• Ekki setja heimilistækið upp nálægt
hitagjöfum (ofnum) eða eldavélum,
bökunarofnum eða helluborðum,
nema annað sé tekið fram í
leiðbeiningum um uppsetningu.
• Ekki hafa heimilistækið berskjaldað
gagnvart rigningu.
• Ekki setja heimilistækið upp þar sem
það verður fyrir beinu sólarljósi.
• Ekki setja þetta heimilistæki upp á
svæðum þar sem er of mikill raki eða
of kalt.
• Þegar þú færir til heimilistækið, skaltu
lyfta brúninni að framan til að koma í
veg fyrir að þú rispir gólfið.
2.2 Tenging við rafmagn
AÐVÖRUN!
Hætta á eldi og raflosti.
AÐVÖRUN!
Þegar heimilistækið er
staðsett skaltu tryggja að
rafmagnssnúran sé hvorki
klemmd né skemmd.
AÐVÖRUN!
Notaðu ekki fjöltengi eða
framlengingarsnúrur.
• Heimilistækið verður að vera
jarðtengt.
• Gakktu úr skugga um að
færibreyturnar á merkiplötunni séu
samhæfar við rafmagnsflokkun
aðalæðar aflgjafa.
• Notaðu alltaf rétt ísetta innstungu sem
ekki veldur raflosti.
• Gættu þess að valda ekki skaða á
rafmagnsíhlutum (t.d. rafmagnskló,
rafmagnssnúru, þjöppu). Hafðu
samband við viðurkennda
þjónustumiðstöð eða rafvirkja til þess
að skipta um rafmagnsíhluti.
• Rafmagnssnúran þarf að vera fyrir
neðan rafmagnsklóna.
• Aðeins skal tengja rafmagnsklóna við
rafmagnsinnstunguna í lok
uppsetningarinnar. Gakktu úr skugga
um að rafmagnsklóin sé aðgengileg
eftir uppsetningu.
• Ekki toga í snúruna til að taka tækið
úr sambandi. Taktu alltaf um klóna.
2.3 Notkun
AÐVÖRUN!
Hætta á meiðslum, bruna,
raflosti eða eldsvoða.
Heimilistækið inniheldur eldfimt
gas, ísóbútan (R600a), náttúrulegt gas,
sem er mjög umhverfisvænt. Gættu þess
að valda ekki skaða á kælirásinni sem
inniheldur ísóbútan.
• Breytið ekki eiginleikum
heimilistækisins.
• Það er harðbannað að nota þessa
innbyggðu vöru sem frístandandi tæki.
• Ekki láta rafmagnstæki (s.s.
ísgerðarvélar) í tækið nema það sé
tekið fram af framleiðanda að þau þoli
það.
• Ef rafrásir kælibúnaðarins skemmast
skal gæta þess að það sé enginn logi
eða kveikjugjafar í herberginu.
Loftræstu herbergið.
• Ekki láta heita hluti snerta þá hluta
heimilistækisins sem eru úr plasti.
• Ekki setja gosdrykki í frystihólfið. Við
það myndast þrýstingur innan í
drykkjarílátinu.
• Ekki nota heimilistækið til að geyma
eldfimar lofttegundir eða vökva.
• Setjið ekki eldfim efni eða hluti bleytta
með eldfimum efnum í, nálægt, eða á
heimilistækið.
• Ekki snerta þjöppuna eða þéttinn. Þau
eru heit.
• Ekki fjarlægja eða snerta hluti úr
frystihólfinu ef hendur þínar eru rakar
eða blautar.
• Ekki endurfrysta mat sem búið er að
þíða.
• Fylgdu geymsluleiðbeiningunum á
umbúðum frystra matvæla.
• Vefðu matnum inn áður en þú setur
hann í frystihólfið.
ÍSLENSKA
21