IKEA tradfri Manuel - Page 9

Parcourez en ligne ou téléchargez le pdf Manuel pour {nom_de_la_catégorie} IKEA tradfri. IKEA tradfri 32 pages. Motion sensor
Également pour IKEA tradfri : Manuel de l'utilisateur (36 pages), Manuel d'instructions de montage (36 pages), Manuel d'instructions de montage (24 pages), Manuel (12 pages), Manuel (28 pages), Manuel (20 pages), Manuel (16 pages), Manuel (20 pages), Manuel rapide (36 pages), Manuel (16 pages), Manuel (32 pages), Manuel (12 pages), Manuel (8 pages), Manuel (24 pages), Manuel (24 pages), Manuel (32 pages), Manuel (24 pages), Manuel (32 pages), Manuel (32 pages), Manuel (24 pages), Manuel (12 pages), Manuel (24 pages), Manuel (24 pages), Manuel (24 pages), Manuel (29 pages), Manuel (12 pages), Manuel de démarrage rapide (12 pages), Manuel (40 pages), Manuel de démarrage rapide (24 pages), Manuel de démarrage rapide (16 pages), Manuel (16 pages), Manuel (24 pages), Manuel (32 pages), Manuel de démarrage rapide (2 pages), Manuel (40 pages), Manuel de démarrage rapide (16 pages), Manuel (36 pages), Manuel (28 pages), Manuel de démarrage rapide (2 pages), Manuel (32 pages), Manuel (24 pages), Manuel d'instructions (8 pages), Manuel (24 pages), Manuel de démarrage rapide (4 pages), Manuel (8 pages), Manuel (20 pages), Manuel (12 pages), Manuel (8 pages), Manuel (32 pages)

IKEA tradfri Manuel
Íslenska
Ef þú ert með TRÅDFRI hátt
eða DIRIGERA stjórnstöð
Farðu í App Store eða Google Play og sæktu IKEA
Home smart appið. Appið leiðbeinir þér við að setja
á upp vöruna og annann búnað.
Notkunarleiðbeiningar fyrir stýribúnað
Þegar varan er tengd við rafmagn getur þú slökkt
eða kveikt á henni með aflrofa, en ef þú vilt deyfa
vöruna eða tengja hana við IKEA Home smart
vörur, þarftu að kaupa stýribúnað aukalega (t.d.
fjarstýringu).
Það þarf að para stýribúnaðinn við vöruna. Ef þú
vilt nota fleiri en eina (1) vöru getur þú parað þær
saman við stýribúnaðinn þannig að hægt sé að
kveikja og slökkva á öllu samtímis.
Para stýribúnað við vöruna
1. Tengdu a.m.k eina (1) vöru við rafmagn áður en
þú byrjar að para. Gættu þess að það sé rafmagn.
2. Finndu pörunarmerkið á LED spennibreytinum.
Haltu stýribúnaðinum nærri pörunarmerkinu
(ekki meira en 5 cm fjarlægð).
3. Ýttu og haltu niðri pörunarhnappinum á
stýribúnaðinum í minnst 10 sekúndur. Stöðugt
rautt LED ljós lýsir á fjarstýringunni. Ljósið dofnar
og blikkar einu sinni til að gefa til kynna að varan
sé pöruð við stýribúnað.
Endurstilla spennubreyti
Ef varan svarar ekki eða ef þú vilt aftengja hana
frá stýribúnaðinum gætir þú þurft að endurstilla
grunnstillingarnar. Til að endurstilla grunnstillingar
vörunnar ýtir þú varlega og heldur inni litlum
hnappi (merktur RESET) á LED spennibreytinum
með enda á penna.
MIKILVÆGT!
• Varan er einungis ætluð til notkunar innandyra við
hitastig á bilinu 5 ºC til 45 ºC.
• Ekki skilja vöruna eftir þar sem hún kemst
í snertingu við beint sólarljós eða nálægt
hitagjöfum, þar sem hún gæti ofhitnað.
• Drægi á milli vörunnar og stýribúnaðar er mælt
fyrir opin svæði.
• Mismunandi byggingarefni og staðsetning tækja
geta haft áhrif á drægi þráðlausrar tengingar.
Umhirðuleiðbeiningar
Þurrkaðu af vörunni með mjúkum þurrum klút.
Aldrei nota hrjúf áhöld eða sterk efni þar sem það
gæti skemmt vöruna.
VIÐHALD VÖRU
Ekki reyna að gera við þessa vöru upp á eigin
spýtur, því ef þú opnar eða fjarlægir lokin gætir þú
orðið fyrir rafstraumi eða öðrum hættum.
Geymdu leiðbeiningarnar.
Tæknilegar upplýsingar
Tegund: ICPSHC24-10EU-IL-2
Inntak: 220-240 VAC, 50/60 Hz, 0.1 A
Afköst: 24.0 VDC
Hámarksspenna: 0.42 A, 10.0 W
Drægni: 10 m á opnu svæði.
Vinnslutíðni: 2.400-2.483,5 MHz
Útgangsafl: 12 dBm
Mál, mm: 186x55x18.5 mm
Þyngd: 114 g
Tegund ljósgjafa: LED
Afkastageta á fullum styrk: 85%
Orkunotkun þegar er slökkt (Pno) : 0.18 W
Netnotkun í biðstöðu neysla (Pnet): 0.18 W
Orkunotkun í biðstöðu: N/A
Hentar sem ljósdeyfir fyrir ljósgjafa: Já
Aðeins fyrir notkun innandyra
Framleiðandi: IKEA of Sweden AB
(skráningarnúmer verslunar: 556074-7551)
Heimilisfang:
Box 702, SE-343 81 Älmhult, SWEDEN"
Táknið með mynd af ruslatunnu með krossi yfir
þýðir að ekki má farga vörunni með venjulegu
heimilissorpi. Vörunni þarf að skila í endurvinnslu
eins og lög gera ráð fyrir á hverjum stað fyrir
sig. Með því að henda slíkum vörum ekki með
venjulegu heimilissorpi hjálpar þú til við að draga úr
því magni af úrgangi sem þarf að brenna eða nota
sem landfyllingu og lágmarkar möguleg neikvæð
áhrif á heilsu fólks og umhverfið. Þú færð nánari
upplýsingar í IKEA versluninni.
9