AEG ABE818F6NS Manuel de l'utilisateur - Page 28
Parcourez en ligne ou téléchargez le pdf Manuel de l'utilisateur pour {nom_de_la_catégorie} AEG ABE818F6NS. AEG ABE818F6NS 36 pages.
Également pour AEG ABE818F6NS : Instructions d'installation (12 pages)
28
www.aeg.com
Ef þú ýtir ekki á neinn
hnapp, slekkur hljóðið á sér
sjálfkrafa eftir eina
klukkustund til að forðast
truflun.
5. DAGLEG NOTKUN
5.1 Frysta fersk matvæli
Frystihólfið hentar til þess að frysta fersk
matvæli og geyma frosin og djúpfrosin
matvæli til lengri tíma.
Til að frysta fersk matvæli skal virkja
Frostmatic aðgerðina minnst 24
klukkustundum áður en maturinn sem á
að frysta er settur í frystihólfið.
Dreifið fersku matvælunum jafnt yfir
fyrsta og annað hólfið eða skúffuna talið
ofan frá.
Hámarksmagn matvæla sem hægt er að
frysta á sólarhring án þess að bæta við
öðrum ferskum matvælum er tilgreint á
merkiplötunni (merkingu sem staðsett er
inni í heimilistækinu).
Að frystiferlinu loknu, fer heimilistækið
sjálfkrafa aftur í fyrri hitastillingu (sjá
„Frostmatic aðgerðina").
Til að fá frekari upplýsingar, sjá
„Ábendingar um frystingu".
5.2 Geymsla á frosnum
matvælum
Þegar heimilistækið er virkjað í fyrsta
sinn eða eftir notkunarhlé skal láta það
ganga í minnst 3 klukkustundir áður en
vörurnar eru settar í hólfið með kveikt á
Frostmatic aðgerðinni.
Frystiskúffurnar tryggja að það sé
auðvelt og fljótlegt að finna
matarpakkann sem vantar.
Ef það á að geyma mikið magn af
matvælum, skal fjarlægja allar skúffur og
láta matvælin í hillurnar.
Geymið matinn ekki nær hurðinni en 15
mm.
VARÚÐ!
Ef þiðnun verður fyrir slysni,
til dæmis af því að rafmagnið
fer af, og rafmagnsleysið
hefur varað lengur en gildið
sem sýnt er á merkiplötunni
undir „hækkunartími", þarf
að neyta þídda matarins fljótt
eða elda hann strax, kæla
og frysta hann svo aftur. Sjá
„Aðvörun um háan hita".
5.3 Þíðing
Djúpfrosinn eða frosinn mat er hægt að
þíða í kælinum í eða í plastpoka undir
köldu vatni, áður en maturinn er notaður.
Þessi aðgerð veltur á því hversu mikill
tími er til boða og tegund matarins. Litla
bita má jafnvel elda frosna.
5.4 Ísmolaframleiðsla
Með þessu heimilistæki fylgir einn eða
fleiri bakkar til ísmolagerðar.
Ekki nota málmverkfæri til að
losa bakkana úr frystinum.
1. Fylltu þessa bakka af vatni.
2. Settu ísbakkana í frystihólfið.
5.5 Frystikubbar
Þetta heimilistæki er útbúið frystikubbum
sem auka geymslutíma ef rafmagnið
skyldi fara af eða straumur rofna.
Til að tryggja að frystikubbarnir virki á
tilætlaðan hátt, skal setja þá í efsta hluta
heimilistækisins.