ÍSLENSKA
10
Notkunarleiðbeiningar
Borðplatan er úr gegnheilu keramik án
kvoðu eða fjölliða. Hráefninu er þjappað
saman í miklum hita. Útkoman verður
yfirborð sem er varið fyrir blettum og rispum
og er auðvelt í þrifum.
Umhirða og viðhald
• Fyrir dagleg þrif, bleyttu mjúkan klút
með heitu vatni og mildu hreinsefni eða
sápu. Þerraðu svo með hreinum klút eða
eldhúspappír.
• Borðplatan þolir flest hreinsiefni fyrir
heimili og þar sem yfirborðið er ekki gljúpt
sýgur það ekki í sig vökva sem gæti skilið
eftir sig bletti. Ef yfirborðið er of lengi í
snertingu við hreinsiefni gæti það valdið
skaða eða breytt lit á yfirborðinu. Skolaðu
strax af með vatni til að draga úr áhrifum af
hugsanlega skaðlegum efnum.
• Forðastu beina snertingu við opin eld.
• Ekki nota keramikhnífa beint á
borðplötunni. Notaðu alltaf skurðarbretti til
að vernda hnífana. Keramikborðplötur þola
mikinn ágang og skemmast ekki þó skorið
sé á þeim, en það fer hinsvegar ekki vel
með hnífinn, hann mun verða bitlaus.