IKEA tradfri 매뉴얼 - 페이지 9

{카테고리_이름} IKEA tradfri에 대한 매뉴얼을 온라인으로 검색하거나 PDF를 다운로드하세요. IKEA tradfri 32 페이지. Motion sensor
IKEA tradfri에 대해서도 마찬가지입니다: 사용자 설명서 (36 페이지), 조립 지침 매뉴얼 (36 페이지), 조립 지침 매뉴얼 (24 페이지), 매뉴얼 (12 페이지), 매뉴얼 (28 페이지), 매뉴얼 (20 페이지), 매뉴얼 (16 페이지), 매뉴얼 (20 페이지), 빠른 매뉴얼 (36 페이지), 매뉴얼 (16 페이지), 매뉴얼 (32 페이지), 매뉴얼 (12 페이지), 매뉴얼 (8 페이지), 매뉴얼 (24 페이지), 매뉴얼 (24 페이지), 매뉴얼 (32 페이지), 매뉴얼 (24 페이지), 매뉴얼 (32 페이지), 매뉴얼 (24 페이지), 매뉴얼 (12 페이지), 매뉴얼 (24 페이지), 매뉴얼 (24 페이지), 매뉴얼 (24 페이지), 매뉴얼 (29 페이지), 매뉴얼 (12 페이지), 빠른 시작 매뉴얼 (12 페이지), 매뉴얼 (40 페이지), 빠른 시작 매뉴얼 (24 페이지), 빠른 시작 매뉴얼 (16 페이지), 매뉴얼 (16 페이지), 매뉴얼 (24 페이지), 매뉴얼 (32 페이지), 빠른 시작 매뉴얼 (2 페이지), 매뉴얼 (40 페이지), 빠른 시작 매뉴얼 (16 페이지), 매뉴얼 (36 페이지), 매뉴얼 (28 페이지), 빠른 시작 매뉴얼 (2 페이지), 매뉴얼 (32 페이지), 매뉴얼 (32 페이지), 매뉴얼 (24 페이지), 사용 설명서 (8 페이지), 매뉴얼 (24 페이지), 빠른 시작 매뉴얼 (4 페이지), 매뉴얼 (8 페이지), 매뉴얼 (20 페이지), 매뉴얼 (12 페이지), 매뉴얼 (8 페이지), 매뉴얼 (32 페이지), 빠른 시작 매뉴얼 (4 페이지), 매뉴얼 (48 페이지)

IKEA tradfri 매뉴얼
ÍSLENSKA
STJÓRNTÆKI PARAÐ VIÐ
MILLISTYKKI F/FJARSKIPTABÚNAÐ
Þegar millistykki fyrir fjarskiptabúnað
er selt með rofa til að slökkva og
kveikja (í sömu pakkningu) er þegar
búið að para tækin saman.
Til að bæta fleiri millistykkjum fyrir
fjarskiptabúnað við þarf að framkvæma
neðangreind skref:
1 Gakktu úr skugga um að
millistykkið sé tengt og kveikt sé á
meiginaflgjafa.
2 Hafðu stjórntækið nálægt
millistykkinu sem þú vilt bæta við
(ekki í meira en 5 cm fjarlægð).
3 Ýttu og haltu pörunarhnappnum
inni í a.m.k. 10 sekúndur, hnappurinn
er undir lokinu að aftan.
Rautt ljós lýsir stöðugt á rofanum til
að slökkva og kveikja. Hvítt ljós á
millistykkinu dofnar og blikkar einu
sinni til að gefa til kynna að það hafi
verið parað.
Hægt er að para allt að 10 millistykki
fyrir fjarskiptabúnað við einn rofa til að
slökkva og kveikja.
Paraðu eitt millistykki í einu við rofann.
Ef millistykkin eru nálægt hvor öðru
skaltu taka millistykkin sem þegar hafa
verið pöruð úr sambandi.
ENDURSTILLA
Fyrir millistykki fyrir
fjarskiptabúnað:
Ýttu pinna í gatið undir millistykkinu í
a.m.k. 5 sekúndur.
MIKILVÆGT!
— Millistykkið fyrir fjarskiptabúnað er
aðeins ætlað til notkunar innanhúss
og við hitastig frá 0º C til 40º C.
— Ekki skilja millistykkið eftir í beinu
sólarljósi eða nálægt hitagjöfum,
þar sem það gæti ofhitnað.
— Millistykkið ætti ekki að komast
í snertingu við blautt, rakt eða
óhóflega rykug umhverfi, þar sem
það gæti valdið skemmdum.
— Drægnin á milli stjórntækis og og
móttökutækisins er mæld á opnu
svæði. Mismunandi byggingarefni
og staðsetning tækjanna geta
haft áhrif á drægni þráðlausu
tengingarinnar.
VARÚÐ:
— Ekki tengja við annað millistykki.
— Ekki hylja þegar það er í notkun.
— Taktu úr sambandi til að aftengja.
— Notaðu það aðeins innandyra, á
þurrum stöðum.
— Varastu of mikið álag.
— Fargaðu millistykkinu ef það er
skemmt.
Aðeins til notkunar fyrir fullorðna. Þetta
er ekki leikfang og ekki ætlað börnum.
UMHIRÐULEIÐBEININGAR
Til að þrífa millistykki fyrir
fjarskiptabúnað ætti að strjúka af því
með rökum klút.
ATHUGAÐU!
Ekki nota sterk hreinsiefni eða kemísk
efni, þar sem það getur skemmt
vöruna.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
Tegund: E1902 þráðlaust millistykki
fyrir fjarskiptabúnað
Inntak: 100-240V, 50-60Hz
Hámarksútgangsafl: 2300W, 10A
Drægni: 10 m í opnu svæði.
Aðeins til notkunar innanhúss
Vinnslutíðni: 2405-2480Mhz
Útgangsafl: 14 dBm
Framleiðandi: IKEA of Sweden AB
Heimilisfang:
Box 702, SE-343 81
Älmhult, SWEDEN
Táknið með mynd af ruslatunnu með
krossi yfir þýðir að ekki má farga
vörunni með venjulegu heimilissorpi.
Vörunni þarf að skila í endurvinnslu
eins og lög gera ráð fyrir á hverjum
stað fyrir sig. Með því að henda slíkum
vörum ekki með venjulegu heimilissorpi
hjálpar þú til við að draga úr því magni
af úrgangi sem þarf að brenna eða
nota sem landfyllingu og lágmarkar
möguleg neikvæð áhrif á heilsu fólks og
umhverfið. Þú færð nánari upplýsingar í
IKEA versluninni.
9