IKEA 104.947.70 Podręcznik - Strona 24

Przeglądaj online lub pobierz pdf Podręcznik dla Lodówka IKEA 104.947.70. IKEA 104.947.70 44 stron.

IKEA 104.947.70 Podręcznik
ÍSLENSKA
Börn eiga ekki að hreinsa eða framkvæma notandaviðhald á
heimilistækinu án eftirlits.
Haltu öllum umbúðum frá börnum og fargaðu þeim á
viðeigandi hátt.
Almennt öryggi
Þetta heimilistæki er ætlað til notkunar á heimilum og við
svipaðar aðstæður eins og:
Á bændabýlum, í starfsmannaeldhúsum í verslunum, á
skrifstofum og í öðru vinnuumhverfi;
af viðskiptavinum á hótelum, mótelum, gistiheimilum og í
öðru búsetuumhverfi;
Til að forðast spillingu matvæla skal virða eftirfarandi
leiðbeiningar:
Hafðu hurðina ekki opna um lengri tíma;
hreinsaðu reglubundið fleti sem geta komist í snertingu
við matvæli og aðgengileg frárennsliskerfi;
geymdu hrátt kjöt og fisk í hentugum ílátum í
kæliskápnum þannig að það komist ekki í snertingu við
eða leki niður á önnur matvæli.
VIÐVÖRUN: Haltu loftræstingaropum, í afgirðingu
heimilistækisins eða í innbyggðu rými, lausu við hindranir.
VIÐVÖRUN: Notaðu ekki vélrænan búnað eða aðrar aðferðir
til að hraða afísunarferli, annan en þann sem
framleiðandinn mælir með.
VIÐVÖRUN: Skemmdu ekki kælimiðilsrásina.
VIÐVÖRUN: Notaðu ekki rafmagnstæki inni í geymsluhólfum
matvæla í heimilistækinu, nema þau séu af þeirri tegund
sem framleiðandinn mælir með.
Notaðu ekki vatnsúða og gufu til að hreinsa heimilistækið.
Hreinsaðu heimilistækið með mjúkum rökum klút. Notaðu
aðeins hlutlaus þvottaefni. Notaðu ekki neinar vörur með
svarfefnum, stálull, leysiefni eða málmhluti.
24