IKEA OBEGRANSAD Manual - Página 12
Procurar online ou descarregar pdf Manual para Iluminação doméstica IKEA OBEGRANSAD. IKEA OBEGRANSAD 48 páginas.
Também para IKEA OBEGRANSAD: Manual (8 páginas), Manual (33 páginas)
Þrif
•
Ekki snerta nálina með fingrunum, reyndu að reka
ekki nálina í mottuna á snúningsdisknum eða í
brúnina á plötunni.
•
Þrífðu nálina reglulega og notaðu mjúkan bursta
með því að hreyfa hann aftur og fram. Ef þú notar
hreinsivökva fyrir nál skaltu gera það í hófi.
•
Þurrkaðu hlífina á snúningsplötunni varlega
með mjúkum klút. Notaðu lítið magn af mildu
hreinsiefni til að þrífa snúningsplötuna.
Annað
Þetta tæki uppfyllir kröfur lið 15 í reglum FCC
(eftirlitsnefnd alríkisfjarskipta í Bandaríkjunum).
Notkun veltur á eftirfarandi þáttum: (1) tækið má ekki
valda skaðlegri truflun, og (2) tækið þarf að taka á móti
hvers kyns truflunum, þar með töldum truflunum sem
gætu haft óæskileg áhrif.
VIÐVÖRUN:
Breytingar og lagfæringar á þessum búnaði sem ekki
hafa verið greinilega samþykktar af þeim aðila sem er
ábyrgur fyrir reglufylgni gæti ógilt heimild notanda til
að stjórna tækinu.
Athugaðu: Þetta tæki hefur verið prófað og reynst
innan marka fyrir stafræn tæki í flokki B, í samræmi vð
lið 15 í reglum FCC. Þessar kröfur eru gerðar til þess að
koma í veg fyrir skaðlegar truflanir við uppsetningu í
heimahúsum. Þetta tæki býr til, notar og getur gefið
frá sér fjarskiptatíðniorku og ef það hefur ekki verið
sett upp eða notað samkvæmt leiðbeiningum gæti það
valdið skaðlegri truflun í þráðlausum fjarskiptakerfum.
Hinsvegar er ekki hægt að tryggja að truflanir verði
ekki við einstaka uppsetningu. Ef tækið hefur truflandi
áhrif á útvarps- eða sjónvarpsmóttöku, sem hægt er
að sannreyna með því að slökkva og kveikja á tækinu,
er notandinn hvattur til að reyna að koma í veg
fyrir frekari truflanir með því að prófa eina eða fleiri
eftirfarandi aðgerða:
•
Snúa eða færa móttökuloftnetið.
•
Auka bilið milli tækisins og móttökubúnaðsins.
•
Tengja tækið við úttak á rás annarri en þeirri sem
móttökubúnaðurinn er tengdur við.
•
Hafa samband við söluaðila eða reyndan útvarps-
eða sjónvarpstæknimann til að fá hjálp.
Aðeins til nota innandyra.
12
Framleiðandi: IKEA of Sweden AB
Heimilisfang: Box 702, SE-343 81 Älmhult, SWEDEN
Táknið með mynd af ruslatunnu með krossi yfir þýðir
að ekki má farga vörunni með venjulegu heimilissorpi.
Vörunni þarf að skila í endurvinnslu eins og lög gera
ráð fyrir á hverjum stað fyrir sig. Með því að henda
slíkum vörum ekki með venjulegu heimilissorpi hjálpar
þú til við að draga úr því magni af úrgangi sem þarf
að brenna eða nota sem landfyllingu og lágmarkar
möguleg neikvæð áhrif á heilsu fólks og umhverfið. Þú
færð nánari upplýsingar í IKEA versluninni.